Lýsing Egils

Egill var mikilleitur, ennibreiður, brúnamikill, nefið ekki langt en ákaflega digurt, granstæðið vítt og langt, hakan breið furðulega og svo allt um kjálkana, hálsdigur og herðamikill, svo að það bar frá því sem aðrir menn voru, harðleitur og grimmlegur þá er hann var reiður. Hann var vel í vexti og hverjum manni hærri, úlfgrátt hárið og varð snemma sköllóttur.

Orðskýringar: mikilleitur þýðir svipmikill, ennibreiður merkir með breitt enni, granstæði eru nasir, að vera vel í vexti merkir að vera stór og mikill.