Mannlýsingar

Mannlýsingar

Mannlýsingar í Íslendingasögunum eru stórskemmtilegar og afar nákvæmar. Þær eru svo nákvæmar að þær gætu komið í stað ljósmynda, jafnvel kvikmynda því í mörgum tilvikum er hreyfingum, líkamsbeitingu og framkomu manna lýst, ekki síður en útliti. Um Gunnar á Hlíðarenda er til dæmis sagt að hann hafi sveiflað sverði sínu svo hratt að þrjú sverð sýndust vera á lofti. Fólk þurfti að geta lýst manneskjum af mikilli nákvæmni á miðöldum svo ekkert færi á milli mála um hvern væri rætt. Það voru engar myndavélar til og listamenn höfðu ekki tök á að mála fullkomnar andlitsmyndir. Í staðinn varð tungumálið að vera myndrænt og lýsandi. Lýsingin á Agli Skalla-Grímssyni er gott dæmi en eftir henni má hæglega teikna karlinn.